Tryggingar í akstursíþróttum

Keppni á skráðum ökutækjum

Ef þú ætlar að nota skráningarskylt ökutæki, sem tryggt er hjá okkur, í aksturskeppni og vilt vera tryggður þarftu að kaupa sérstakan keppnisviðauka til viðbótar við lögboðnar ökutækjatryggingar. Þetta gildir jafnt um bíla, mótorhjól og vélsleða.

Flestir mótshaldarar gera kröfu um að keppendur séu tryggðir í aksturskeppni. Það er mjög einfalt að fá keppnisviðauka það nægir að hringja í okkur og óska eftir keppnisviðaukanum.  Oft eru aksturskeppnir haldnar um helgar og því nauðsynlegt að hafa samandi við okkur tímanlega fyrir keppnisdag.

Hvað er keppnisviðauki?

Með keppnisviðaukanum gildir lögboðna ábyrgðartryggingin og slysatrygging ökumanns og eiganda sem er á ökutækinu í keppni. Þegar þú hefur keypt keppnisviðauka er hann endurnýjaður með tryggingu ökutækisins nema honum sé sagt upp sérstaklega.  Keppnisviðauka er ekki hægt að kaup fyrir kaskótryggingu og bílrúðutryggingu.

Hjá þeim sem keypt hafa keppnisviðauka kemur það skýrt fram á tryggingarskírteininu að ökutækið sé tryggt í keppni.  Tryggingarskírteini er hægt að skoða á Mínum síðum en einnig hægt að fá upplýsingar hjá okkur á sjova@sjova.is eða í síma 440 2000.

Keppnir á óskráðum ökutækjum

Óskráð ökutæki, til dæmis torfærugrindur, eru ekki tryggingarskyld samkvæmt lögum og því aldrei með lögboðnar ökutækjatryggingar.  Þegar keppt er á óskráðum ökutækjum fara sumir keppnishaldarar fram á að keppendur séu með ábyrgðartryggingu.  Við seljum keppendum sem tryggja hjá okkur Frjálsa ábyrgðartryggingu.  Ef þeir sem aka óskráðum ökutækjum í keppni vilja vera slysatryggðir þurfa þeir að kaupa sér sérstaka slysatryggingu.  Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á Almenna slysatryggingu þar sem tryggingin er sniðin að þörfum hvers keppanda. 

Börn í aksturskeppni

Reglugerð um aksturíþróttir gerir ráð fyrir því að í ákveðnum tilfellum hafi börn heimild til að aka skráðum ökutækjum og keppa á þeim.  Lögboðnar ökutækjatryggingar gilda fyrir börnin ef þau eru að aka eða keppa á ökutækjum ef öllum skilyrðum reglugerðarinnar um akstursíþróttir eru fullnægt og ökutækið er með keppnisviðauka.  Allar nánari upplýsingar um í hvað tilfellum börn mega aka og þá hvað ökutækjum er að finna í reglugerð um akstursíþróttir.

SJ-WSEXTERNAL-2