Yfirlit verðbréfasjóða

Sjóvá býður upp á verðbréfasjóði, bæði innlenda og erlenda

Erlendir sjóðir

 • Evrópusjóður
 • Alheimssjóður
 • Þróunarsjóður
 • Skuldabréfasjóður

Ávöxtun er í höndum Henderson Global Investors.

Innlendir sjóðir

 • Ríkissjóður
 • Hlutabréfasjóður
 • Innláns- og ríkisskuldabréfasjóður

Ávöxtun er í höndum VÍB eignastýringarþjónustu Íslandsbanka.

Nánar um sjóðina

Markmið:
Að fjárfesta í stórum sem smáum evrópskum fyrirtækjum og ná fram stöðugri ávöxtun með áhættudreifingu.

Hverjir ættu að fjárfesta í sjóðnum?

 • Einstaklingar sem vilja taka áhættu við ávöxtun eigna í von um hærri ávöxtun.
 • Einstaklingar sem vilja taka áhættu í langtímasparnaði á evrópskum hlutabréfamarkaði þar sem sveiflur geta verið talsverðar.

Fjárfestingastefna

 • Evrópsk hlutabréf að lágmarki 55% og hámarki 95%
 • Evrópsk smáfyrirtæki að lágmarki 5% og hámarki 45%
 • Verðbréfasafnið er allt ávaxtað í evrópskum hlutabréfum.
 • Allar fjárfestingar sjóðsins eru í evrum.
 • Ársfjórðungslega er eignaskipting verðbréfasafnsins yfirfarin með það fyrir augum að ná hámarksávöxtun.

Ávöxtun sjóðsins

 • Ávöxtun sjóðsins ræðst af verðþróun hlutabréfa á Evrópumörkuðum og þróun gjaldmiðla.
 • Ávöxtun hlutabréfa er mjög sveiflukennd en til lengri tíma jafnast sveiflurnar út. Með því að fjárfesta á erlendum mörkuðum næst mjög mikil áhættudreifing sem ætti að skila sér í jafnari ávöxtun en ella.
 • Vinsamlegast athugið að gengi verðbréfasafnsins getur lækkað ekki síður en hækkað og að ávöxtun í fortíð þarf ekki að segja til um ávöxtun í framtíð.
 • Sjóðurinn var stofnaður í október 1997 og er ávöxtun sjóðsins í höndum Henderson Global investments. Umsýslugjald Sjóvá-Almennra líftrygginga hf. af sjóðnum er 0,5% á ári. Ekki er munur á kaup- og sölugengi sjóðsins. Að öðru leyti er vísað í gjaldskrá félagsins og yfirlitsblað um ávöxtun og eignaskiptingu sjóða Sjóvá-Almennra líftrygginga hf.

 

Markmið:
Fjárfestingar í hlutabréfum stórra sem smárra fyrirtækja um allan heim á flestum stærstu mörkuðum.

Hverjir ættu að fjárfesta í sjóðnum?

 • Einstaklingar sem vilja taka talsverða áhættu í von um hærri ávöxtun.
 • Einstaklingar sem eru tilbúnir að sætta sig við að skammtímaávöxtun getur verið mjög sveiflukennd og eru reiðubúnir að fjárfesta til langs tíma.
 • Einstaklingar sem vilja mikla dreifingu á fjárfestingum.

Fjárfestingarstefna

 • Evrópsk hlutabréf að lágmarki 10% og hámarki 50%.
 • Amerísk hlutabréf að lágmarki 10% og hámarki 50%.
 • Japönsk hlutabréf að lágmarki 5% og hámarki 35%.
 • Hlutabréf í Kyrrahafslöndum að lágmarki 0% og hámarki 20%
 • Verðbréfasafnið er allt ávaxtað í hlutabréfum.
 • Sjóðurinn fjárfestir í Bandaríkjadölum og evrum.
 • Ársfjórðungslega er eignaskipting verðbréfasafnsins yfirfarin með það fyrir augum að ná hámarks ávöxtun.

Ávöxtun

 • Ávöxtun sjóðsins ræðst af verðþróun á hlutabréfamörkuðum og gengi Bandaríkjadals og evru.
 • Ávöxtun hlutabréfa er mjög sveiflukennd en til lengri tíma jafnast sveiflurnar út. Með því að fjárfesta á erlendum mörkuðum næst mjög mikil áhættudreifing sem ætti að skila sér í jafnari ávöxtun en ella.

 

Markmið:
Fjárfestingar í evrópskum hlutabréfum og á nýjum og vaxtandi hlutabréfamörkuðum.

Hverjir ættu að fjárfesta í sjóðnum?

 • Einstaklingar sem vilja taka talsverða áhættu við ávöxtun eigna í von um hærri ávöxtun.
 • Einstaklingar sem eru tilbúnir að sætta sig við að skammtímaávöxtun getur verið mjög sveiflukennd og eru tilbúnir að fjárfesta til lengri tíma.
 • Einstaklingar sem vilja mikla dreifingu á fjárfestingum og sækjast eftir framsæknum sjóðum.
 • Þessum sjóði fylgir meiri hætta á gengissveiflum en í öðrum sjóðum.

Fjárfestingarstefna

 • Evrópsk hlutabréf að lágmarki 10% og að hámarki 50%
 • Evrópsk smáfyrirtæki að lágmarki 10% og að hámarki 50%
 • Nýmarkaðir að lágmarki 5% og að hámarki 35%
 • Hlutabréf tæknifyrirtækja að lágmarki 0% og að hámarki 20%
 • Sjóðurinn fjárfestir í Bandaríkjadölum og Evrum.
 • Ársfjórðungslega er eignaskipting verðbréfasafnsins yfirfarin með það fyrir augum að ná hámarksávöxtun úr sjóðnum.

Ávöxtun

 • Ávöxtun sjóðsins ræðst af verðþróun hlutabréfa á hlutabréfamörkuðum og þróun gjaldmiðla, Bandaríkjadals og evru.
 • Ávöxtun hlutabréfa er mjög sveiflukennd en til lengri tíma jafnast sveiflurnar út. Með því að fjárfesta á erlendum mörkuðum næst mjög mikil áhættudreifing sem ætti að skila sér í jafnari ávöxtun en ella.
 • Vinsamlegast athugið að gengi verðbréfasafnsins getur lækkað ekki síður en hækkað og að ávöxtun í fortíð þarf ekki að segja til um ávöxtun í framtíð.
 • Sjóðurinn var stofnaður í október 1997 og er ávöxtun sjóðsins í höndum Henderson Global Investors. Umsýslugjald Sjóvá-Almennra líftrygginga hf. af sjóðnum er 0,5% á ári. Ekki er munur á kaup- og sölugengi sjóðsins. Að öðru leyti er vísað í gjaldskrá félagsins og yfirlitsblað um ávöxtun og eignaskiptingu sjóða Sjóvá-Almennra líftrygginga hf.

 

Markmið:
Sjóðurinn fjárfestir í skuldabréfum um allan heim.

Hverjir ættu að fjárfesta í sjóðnum?

 • Einstaklingar sem vilja taka litla áhættu við ávöxtun eigna.
 • Einstaklingar sem hyggjast fjárfesta í tiltölulega skamman tíma.
 • Einstaklingar sem eiga skammt eftir af samningstíma sínum og vilja stöðuga ávöxtun.
 • Í þessum sjóði er fjárfest af varfærni og því ætti hann að gefa jafna ávöxtun. Hins vegar geta sveiflur í gengi gjaldmiðla valdið sveiflum í ávöxtun.

Fjárfestingarstefna

 • Alheimsskuldabréf að lágmarki 60% og hámarki 100%.
 • Evrópsk skuldabréf að lágmarki 0% og hámarki 40%.
 • Sjóðurinn fjárfestir í Evrum.
 • Ársfjórðungslega er eignaskipting verðbréfasafnsins yfirfarin með það fyrir augum að ná hámarksávöxtun.

Ávöxtun

 • Ávöxtun sjóðsins ræðst af verðþróun skuldabréfa og gengisþróun Evru.
 • Vinsamlegast athugið að gengi verðbréfasafnsins getur lækkað ekki síður en hækkað og að ávöxtun í fortíð þarf ekki að segja til um ávöxtun í framtíð.
 • Sjóðurinn var stofnaður í október 1997. Ávöxtun sjóðsins er í höndum Henderson Global Investors. Umsýslugjald Sjóvá-Almennra líftrygginga hf. af sjóðnum er 0,5% á ári. Ekki er munur á kaup- og sölugengi sjóðsins. Að öðru leyti er vísað í gjaldskrá félagsins og yfirlitsblað um ávöxtun og eignaskiptingu sjóða Sjóvá-Almennra líftrygginga hf.

 

Markmið:
Að ná stöðugri og öruggri ávöxtun með aukningu eigna í vaxtatekjum og gengishagnaði af innlendum ríkisskuldabréfum

Hverjir ættu að fjárfesta í sjóðnum?

 • Einstaklingar sem vilja taka litla áhættu við ávöxtun eigna.
 • Einstaklingar sem einkum vilja fjárfesta í innlendum skuldabréfum.
 • Einstaklingar sem eiga skamman samningstíma eftir og vilja stöðuga ávöxtun.

Fjárfestingarstefna

 • Ríkisskuldabréf að lágmarki 90% og að hámarki 100%
 • Innlán/laust fé að lágmarki 0% og að hámarki 10%

Ávöxtun

 • Ávöxtun safnsins ræðst af verðþróun íbúðabréfa og skuldabréfa.
 • Ávöxtun ríkisbréfa hefur verið stöðug undanfarin ár.
 • Ríkissjóður Sjóvá líftrygginga hf. býður upp á minni sveiflur og meiri stöðugleika í ávöxtun en flest önnur sparnaðarform.
 • Vinsamlegast athugið að gengi verðbréfasafnsins getur lækkað ekki síður en hækkað og að ávöxtun í fortíð þarf ekki að segja til um ávöxtun í framtíð.
 • Sjóðurinn var stofnaður í október 1997 og er ávöxtun sjóðsins í höndum VÍB eignastýringarþjónustu Íslandsbanka. Umsýslugjald Sjóvá-Almennra líftrygginga hf. af sjóðnum er 0,5% á ári. Ekki er munur á kaup- og sölugengi sjóðsins. Að öðru leyti er vísað í gjaldskrá félagsins og yfirlitsblað um ávöxtun og eignaskiptingu sjóða Sjóvá-Almennra líftrygginga hf.

 

Markmið:
Langtímaaukning með gengishagnaði og arði af innlendum hlutabréfum.

Hverjir ættu að fjárfesta í sjóðnum?

 • Einstaklingar sem vilja taka nokkra áhættu við ávöxtun eigna í von um hærri ávöxtun.
 • Einstaklingar sem hyggjast spara í langan tíma og eru búnir undir að ávöxtun geti verið sveiflukennd til skamms tíma.

Fjárfestingarstefna

 • Innlend hlutabréf að lágmarki 90% og að hámarki 100%
 • Laust fé að lágmarki 0% og að hámarki 10%

Ávöxtun

 • Ávöxtun safnsins ræðst af verðþróun hlutabréfa á innlendum markaði.
 • Ávöxtun hlutabréfa er mjög sveiflukennd en til lengri tíma jafnast sveiflurnar út. Á löngum tíma má reikna með að ávöxtun hlutabréfa verði mun hærri en ávöxtun skuldabréfa.
 • Vinsamlegast athugið að gengi verðbréfasafnsins getur lækkað ekki síður en hækkað og að ávöxtun í fortíð þarf ekki að segja til um ávöxtun í framtíð.
 • Sjóðurinn var stofnaður í október 1997 og ávöxtun sjóðsins í höndum VÍB eignastýringarþjónustu Íslandsbanka. Umsýslugjald Sjóvá-Almennra líftrygginga hf. af sjóðnum er 0,5% á ári. Ekki er munur á kaup- og sölugengi sjóðsins. Að öðru leyti er vísað í gjaldskrá félagsins og yfirlitsblað um ávöxtun og eignaskiptingu sjóða Sjóvá-Almennra líftrygginga hf.

 

Markmið:
Ná stöðugri ávöxtun með aukningu eigna í vaxtatekjum og gengishagnaði.

Hverjir ættu að fjárfesta í sjóðnum:

 • Einstaklingar sem vilja taka litla áhættu við ávöxtun eigna.
 • Einstaklingar sem eiga skamman samningstíma eftir og vilja öruggari ávöxtun.

Fjárfestingarstefna:

 • Innlán að lágmarki 0% og hámarki 40%
 • Skuldabréf með ábyrgð ríkisins að lágmarki 60% að hámarki 100%

Ávöxtun:

 • Ávöxtun safnsins ræðst af framboði á ríkistryggðum bréfum og verðþróun þeirra.
 • Vinsamlega athugið að gengi verðbréfasafnsins getur lækkað ekki síður en hækkað og að ávöxtun í fortíð þarf ekki að segja til um ávöxtun í framtíð.
 • Sjóðurinn var stofnaður í lok árs 2008 og er ávöxtun sjóðsins í höndum VÍB eignastýringarþjónustu Íslandsbanka. Umsýslugjald Sjóvá-Almennra líftrygginga hf. af sjóðnum er 0,5% á ári. Ekki er munur á kaup- og sölugengi sjóðsins. Að öðru leyti er vísað í gjaldskrá félagsins og yfirlitsblað um ávöxtun og eignaskiptingu sjóða Sjóvá-Almennra líftrygginga hf.

 

SJ-WSEXTERNAL-3