Upplýsingar um stöðu sjóða sparnaðarlíftrygginga á skattframtali

Kæri viðskiptavinur,
Vinsamlegast athugið að þessar upplýsingar eru ætlaðar þeim sem hafa nú þegar opnað eða skilað inn skattframtali fyrir árið 2017.

Komið hefur í ljós að upplýsingar um inneign í sjóðum sparnaðarlíftrygginga hjá Sjóvá Líf skráðust ekki rétt inn á skattframtöl, en upplýsingar um inneign í sjóðum sparnaðarlíftrygginga eru framtalsskyldar en ekki skattskyldar.

Við höfum endursent upplýsingar um stöðu sjóðanna til Ríkisskattstjóra og eiga þær nú að vera forskráðar í reit 3.3. sem Endurkaupsverð líftryggingar. Hafir þú því ekki opnað framtalið eiga upplýsingarnar að vera rétt skráðar.

Ef skattframtal hefur verið opnað

Hafir þú nú þegar opnað skattframtal þitt en ekki skilað því inn, þarft þú að athuga hvort upplýsingar um inneign í sjóðum sparnaðarlíftrygginga séu rétt skráðar í framtalinu. Til að gera það skráir þú þig inn á vef Ríkisskattstjóra skattur.is, opnar framtalið og ferð á reit 3.3 (sjá mynd 2).

Athugaðu að ef Einfaldað skattframtal birtist þarf fyrst að opna Almennt framtal til að komast í reit 3.3. Það er gert með því að smella á tengil hægra megin á síðunni (sjá mynd 1).

Í reitnum lengst til vinstri á að standa „Endurkaupsverð líftryggingar“ en standi þar nú „12345“ þarf að smella í þennan reit og setja inn réttan texta. Í reitnum Eign í árslok á endurkaupsverðið að vera forskráð og stemma við inneign þína í sjóðnum 31.12.2017.

Sé reiturinn Eign í árslok auður þarf að færa upplýsingar um inneign í sjóðum sparnaðarlíftrygginga inn á framtalið handvirkt. Upplýsingar um stöðu sparnaðarins finnur þú á Mínum síðum.

Þegar þú hefur skráð þig þar inn finnur þú upplýsingar um sparnaðarlíftrygginguna á fyrstu síðunni með því að smella á Yfirlit (sjá mynd 3) og sækja yfirlit (sjá mynd 4).

Þegar smellt er á Sækja yfirlit opnast PDF skjal og eru upplýsingar um stöðu sparnaðar í kafla 5. Fjárfestingahreyfingar á tímabilinu, undir staða 31.12.2017 (sjá mynd 5). Þessar upplýsingar færirðu inn í reit 3.3. sem Endurkaupsverð líftryggingar.

Ef skattframtali hefur þegar verið skilað inn

Ef þú ert þegar búinn að skila skattframtalinu þínu þarft þú að senda beiðni um leiðréttingu til Ríkisskattstjóra í gegnum skattur.is. Þar skráir þú þig inn og finnur Framtal > Leiðréttingar > Beiðni um leiðréttingu og biðja um að upplýsingar um Endurkaupsverð líftryggingar verði færðar í reit 3.3.

Við biðjumst afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Ef við getum aðstoðað þig er velkomið að vera í samband við okkur með tölvupósti á netfangið sjovalif@sjova.is.

Með bestu kveðjum,
Starfsfólk Sjóvár

SJ-WSEXTERNAL-2