Líf- og sjúkdómatrygging fyrir ungt fólk

Einfaldar og ódýrar líf- og sjúkdómatryggingar fyrir fólk á aldrinum 18 – 35 ára. Af því að lífið er framundan.

Kaupa tryggingu

Af hverju líf- og sjúkdómatrygging

Margir telja að þörfin fyrir líf- og sjúkdómatryggingar kvikni fyrst þegar stofnað er til fjölskyldu. Við teljum það hins vegar mikilvægt að ungt fólk tryggi sig snemma á lífsleiðinni, því það á almennt auðveldara með að fá slíkar tryggingar en þeir sem eldri eru og geta þannig notið tryggingaverndar í framtíðinni.

Einfalt er að sækja um líf- og sjúkdómatryggingu fyrir ungt fólk hér á síðunni. Ef þú ert kominn með fjárhagslegar skuldbindingar, t.d. með húsnæðiskaupum eða háum námslánum, þá mælum við með því að þú hafir samband við okkur og við ráðleggjum þér um hvernig tryggingar henta þínum aðstæðum.

Þú borgar aðeins kr. 1.200* og tryggir um leið fjárhagslegt öryggi þitt og ástvina þinna í framtíðinni.

 • Líftrygging að fjárhæð kr. 5.000.000 kostar 500 krónur á mánuði*
 • Sjúkdómatrygging að fjárhæð kr. 3.000.000 kostar 700 krónur á mánuði*

*Við upphæðina leggst kostnaður vegna greiðsludreifingar. Ef báðar tryggingarnar eru keyptar bætast 66 krónur við mánaðargreiðsluna.

Það er einfalt að kaupa líf- og sjúkdómatryggingu fyrir ungt fólk

Smelltu á hnappinn hér að neðan og þú getur sótt um hana hér á síðunni og gengið frá greiðslu um leið.

Kaupa tryggingu
 • Líftrygging dregur úr fjárhagslegum áhrifum þess áfalls ef ástvinur deyr. Bæturnar auðvelda þeim sem eftir standa að bregðast við breyttum aðstæðum.
 • Tekjumissir og útgjaldaauki eru afleiðingar alvarlegra veikinda en föst útgjöld breytast ekki. Bætur úr sjúkdómatryggingu gera fólki kleift að einbeita að því að ná bata án þess að hafa áhyggjur af fjármálum. Hér í næsta lið, Sjúkdómatryggingin bætir, er upptalning á þeim sjúkdómum sem falla undir trygginguna.
 • Börnin þín falla líka undir sjúkdómatrygginguna. Hún greiðir foreldrum bætur allt að 1,5 milljónir króna ef börnin fá alvarlega sjúkdóma.

Eftirfarandi sjúkdómar og aðgerðir falla undir sjúkdómatrygginguna:

 • Hjartaáfall
 • Kransæðahjáveituaðgerðir
 • Hjartalokuskurðaðgerð
 • Skurðaðgerð á ósæð
 • Heilablóðfall
 • Alvarlegur höfuðáverki
 • Krabbamein
 • Góðkynja heilaæxli
 • Heila- og mænusigg/MS
 • Hreyfitaugungahrörnun/MND
 • Meiriháttar líffæraflutningar
 • Nýrnabilun
 • Alzheimers-sjúkdómur fyrir 60 ára aldur
 • Parkinsonsveiki fyrir 60 ára aldur
 • Alvarleg brunasár
 • Útlimamissi
 • Blinda
 • Heyrnarleysi
 • Alnæmi (AIDS) vegna blóðgjafar
 • Alnæmi (AIDS) vegna starfa
 • Heilahimnubólga af völdum bakteríusýkingar (Bacterial Meningitis)

Skilyrði þess að við greiðum bætur úr tryggingunni er að  hinn tryggði lifi 30 daga eftir greiningu.

 

 • Þú greiðir sama iðgjald allan tímann sem tryggingin er í gildi.
SJ-WSEXTERNAL-3