

Stundir þú vetraríþróttir í frítíma ertu vel tryggð/ur hjá Sjóvá. Frítímaslysatrygging er innifalin í Fjölskylduvernd 2 og 3 og nær innbústrygging yfir búnað. Keppir þú í vetraríþróttum eða átt verðmætan búnað er gott að huga að frekari tryggingarleiðum. Hér fyrir neðan getur þú lesið þér til um hvernig tryggingar henta þinni iðkun best.
Þau sem eru með fjölskylduvernd 2 og 3 með frítímaslysatryggingu eru tryggð fyrir vetraríþróttaiðkun sem og flestri annarri almennri tómstundariðju. Inn í þessari vernd eru bætur ef þú verður fyrir slysi. Einnig er hægt að kaupa stakar slysatryggingar, hvort sem er innanlands eða erlendis. Þau sem eiga dýran búnað geta tryggt hann sérstaklega hjá Sjóvá, en annars fellur búnaður undir innbústryggingar Sjóvá.
Ég ólst upp á Ólafsfirði sem er mikill skíðagöngubær. Í bænum var átak þegar ég var 8 ára þar sem öllum var boðið að prófa gönguskíði svo við vinkonurnar fórum saman. Þannig kviknaði áhuginn. Ég fór að æfa gönguskíði í framhaldinu samhliða svigskíðum þangað til um 12 ára aldurinn þegar ég skipti alfarið yfir í skíðagönguna.
Ég hætti að skíðagöngu þegar ég fluttist til Akureyrar í menntaskóla og byrjaði svo aftur 2018 þegar ég ákvað að taka Landvættina. Ég held að sú þraut eigi stóran hlut i því hversu mikil aukning er í sportinu.
En augljósasti kosturinn við gönguskíði, og ástæða þess hversu vinsælt sportið er að verða, er hve góð hreyfing og skemmtileg útivist þetta er. Það er orðið vinsælt að fara á helgarnámskeið úti á landi og eru heilu vina- og vinkonuhóparnir að fara á þannig námskeið saman. Sjálf er ég að kenna námskeið fyrir Hótel Kea á Akureyri og er fjölbreyttur hópur fólks sem er að mæta, enda er skíðaganga fyrir alla.
Startkostnaðurinn getur verið alls konar eins og gengur og gerist. Ég segi oft að hann sé frá um 50 þúsund krónum og upp úr. Svo mæli ég líka alltaf með því að fólk fái handleiðslu með kennara þegar það er að byrja til að slasa sig ekki.
Einnig eiga byrjendur það til að setja hendurnar fyrir sig þegar þau detta og slasa þá úlnliði í leiðinni. Önnur algeng mistök sem geta leitt til slyss er að reyna að stoppa sig með stöfunum, en þá getur gerst að stafirnir stingist í mann. Þau sem eru vanari eru helst að detta í brekkum eða fara of hratt í hörðu færi og geta þá dottið harkalega.
Ef þú ert með fjölskylduvernd 2 og 3 hjá Sjóvá er allur búnaður tryggður, hvort sem honum er stolið úr læstum geymslum eða þú dettur illa og búnaður skemmist við það. Búnaðinn þarf því ekki að tryggja sérstaklega nema verðmætin sé þeim mun meiri. Hámarksbætur í innbúskaskó eru að meðaltali um 670 þúsund krónur.
Já, ég myndi segja að það séu góðar aðstæður til skíðagöngu á Íslandi, sérstaklega í seinni tíð. Svæðum hefur fjölgað mjög fyrir tilstilli félagasamtaka, skíðasvæða og einstaka fyrirtækja og eru þau í allskonar landslagi sem er frábært. Ég mæli sérstaklega með Kjarnaskógi hérna á Akureyri, algjör paradís.
Fólk sem er að fara í margra daga skíðagönguferð þarf að vera búið að æfa sig svo það sé vant skónum og hreyfingunni vel. Mikilvægt er að borða vel og drekka vel af vatni. Fyrir langa daga á gönguskíðum hefur fólk með sér mittistösku eða bakpoka með nesti og drykkjum. Heitur djús er alveg möst í svoleiðis, það er svo gott að fá hlýjan drykk þegar það er kalt úti. Svo er gott að teygja stífa vöðva eftir á og muna að næra sig vel til að halda út alla dagana.