Spurt og svarað
Hverjir fá maí-iðgjöldin endurgreidd?
Allir einstaklingar sem eru með lögboðnar bílatryggingar fyrir ökutæki í almennri notkun í gildi 1. maí og eru í skilum fá maí-hluta ársiðjalds þeirra trygginga endurgreiddan.
Þann 1. maí geturðu séð upphæð endurgreiðslunnar þinnar á Mitt Sjóvá en endurgreitt verður á tímabilinu 16. – 26. maí.
Athugið að upphæðin á Mitt Sjóvá birtist með fyrirvara um breytingar sem gætu orðið á iðgjaldinu í maí.
Þarf ég að gera eitthvað til að fá iðgjöldin endurgreidd?
Nei þú þarft ekki að gera neitt.
Allir einstaklingar sem eru með tryggingar í gildi fyrir bílinn sinn þann 1. maí og út þann mánuð fá endurgreiðslu sem nemur einni mánaðargreiðslu af lögboðnum bílatryggingum heimilisins (einkabílum).
Við viljum samt biðja þig um að ganga úr skugga um að upplýsingar um bankareikning séu réttar á Mitt Sjóvá þannig að endurgreiðslan skili sér þangað.
Iðgjald þarf að vera í skilum.
Þú greiðir iðgjöld þín hvort sem þú ert í mánaðargreiðslum eða staðgreiðir ársiðgjaldið. Ef iðgjald er í skilum færð þú iðgjald lögboðinna ökutækjatryggingar fyrir maí mánuð endurgreitt á tímabilinu 16. – 26. maí.
Athugið að upphæðin á Mitt Sjóvá birtist með fyrirvara um breytingar sem gætu orðið á iðgjaldinu í maí.
Til hvaða ökutækjatrygginga nær þessi aðgerð?
Aðgerðin nær til lögboðinna ökutækjatrygginga einkabíla í almennri notkun sem eru í gildi 1. maí. Hún nær ekki til annarra ökutækja en einkabíla, s.s. vélsleða, mótorhjóla, fornbíla og dráttarvéla.
Þessi aðgerð nær ekki til fyrirtækja og lögaðila. Við erum í góðu sambandi við þau fyrirtæki sem eru í viðskiptum hjá okkur og förum reglulega yfir stöðuna með þeim. Ef þú hefur einhverjar spurningar í sambandi við tryggingar fyrirtækja þá endilega hafðu samband við okkur í síma 440 2000 til að fara yfir tryggingaverndina, eða sendu okkur tölvupóst á fyrirtaeki@sjova.is.
Ef ég er með fleiri en einn bíl gildir þetta þá um þá alla?
Já, það eru engin takmörk á því. Við erum einfaldlega að endurgreiða maí iðgjöld lögboðinna bílatrygginga einstaklinga hjá okkur, þ.e. ábyrgðartrygginga fyrir ökutæki í almennri notkun, sama hversu marga slíka bíla hver viðskiptavinur er með tryggða.
Hefur þessi endurgreiðsla einhver áhrif á endurgreiðsluna sem tjónlausir viðskiptavinir í Stofni fá?
Nei, þessi endurgreiðsla er alveg ótengd Stofnendurgreiðslunni. Ef þú ert í Stofni, ert tjónlaus og í skilum færðu Stofnendurgreiðsluna þína líkt og vanalega (sjá nánar). Ef þú ert síðan með lögboðnar ökutækjatryggingar fyrir einkabíl í gildi þann 1. maí þá færðu einnig þessa endurgreiðslu fyrir maí-hluta þeirra trygginga.