Vísitölur

Í flest öllum tryggingum verða breytingar á vátryggingarfjárhæðum, eigin áhættum og iðgjöldum í samræmi við vísitölu. Það er mismunandi eftir tegundum trygginga við hvað vísitölu er miðað, en valin er sú vístala sem talin er best mæla verðbreytingar á því sem bætt er úr hverri tryggingu.

 

Ökutækjatryggingar

Það eru þrjár mismundi vísitölur hafðar til hliðsjónar í ökutækjatryggingum, ein fyrir ábyrgðartryggingar, önnur fyrir slysatryggingu ökumanns og eiganda og sú þriðja fyrir kaskótryggingu og bílrúðutryggingu.

 

Fjölskylduvernd

Fjárhæðir,  eigin áhættur og iðgjöld í fjölskylduvernd breytast í samræmi við vísitölu neysluverðs án húsnæðis. Þessi vísitala er reiknuð út af Hagstofu Íslands.

 

Fasteignatrygging, Sumarhúsatrygging og Brunatrygging húseigna

Vátryggingarfjárhæð húss í þessum tryggingum tekur mið af brunabótamati eins og það er á endurnýjunardegi tryggingarinnar. Aðrar fjárhæðir og eigin áhættur breytast í samræmi við byggingarvísitölu sem reiknuð er út af Hagstofu Íslands.

 

Líf og sjúkdómatryggingar

Vátryggingarfjárhæðir í þeim  líf- og sjúkdómatryggingum sem eru með aldurstengt iðgjald taka breytingum í samræmi við vísitölu neysluverðs sem reiknuð er út af Hagstofu Íslands.

SJ-WSEXTERNAL-3