Innkaupakerrur

Fjölmörg börn lenda í slysum tengdum innkaupakerrum á hverju ári þrátt fyrir að auðvelt væri að koma í veg fyrir það.

Á hverju ári slasast í fjölmörg börn í slysum tengdum innkaupkerrum.

Sjóvá hefur að undanförnu unnið að því að draga úr slíkum slysum og lagt áherslu á að upplýsa fólk um hættuna sem fylgir því að setja barn í vöruhluta innkaupakerru. Niðurstöður rannsókna sýna að fólk hættir nánast alfarið að setja börn í vöruhluta innkaupakerru sé hún merkt með áberandi bannskilti en til mikils er unnið því börn geta slasast mjög alvarlega við fall úr innkaupakerru.

Í rannsókn sem var gerð í Hagkaup og Krónunni kom fram að börn voru sett í vöruhluta innkaupakerru um 8 sinnum á klukkustund. Eftir að bannskilti var komið fyrir á kerru féll sú tala niður í 0.4 sinnum á klukkustund. Á þessu má sjá að áhrif bannskilta hefur gríðarleg áhrif á hegðun foreldra og forráðamanna.

Á meðal þeirra verslana sem nú þegar taka þátt í átakinu eru Bónus, Krónan og Fjarðarkaup en fjöldi af kerrum í verslunum þeirra hafa þegar verið merktar. Átakið hefur ótvírætt forvarnargildi og tilkostnaðurinn er lítill.

Við hvetjum því sem flestar verslanir til að taka þátt og stuðla þannig að auknu öryggi barna.
SJ-WSEXTERNAL-2