Símanotkun undir stýri eykur slysahættu verulega

Þegar þú notar síma undir stýri er 23 sinnum líklegra að þú lendir í slysi. Er símtalið í alvörunni svona mikilvægt?

Ef þú skrifar skrifar skilaboð undir stýri lítur þú af veginum í fimm sekúndur að meðaltali. Á 70 kílómetra hraða keyrir þú því næstum 100 metra blindandi meðan þú skrifar. Á 90 kílómetra hraða eru það 125 metrar, lengra en heill fótboltavöllur.
Ef þú skrifar skrifar skilaboð undir stýri lítur þú af veginum í fimm sekúndur að meðaltali. Á 70 kílómetra hraða keyrir þú því næstum 100 metra blindandi meðan þú skrifar. Á 90 kílómetra hraða eru það 125 metrar, lengra en heill fótboltavöllur.

Símanotkun undir stýri dreifir athygli þinni og veldur því að þú sinnir akstrinum verr. Til dæmis hefurðu augun af veginum í allt að 400% lengri tíma en annars ef þú notar síma við aksturinn. Þú ert jafnframt allt að 18% seinni að bremsa ef athyglin beinist að símanum.

Á 80 km/klst lengist stöðvunarvegalengdin því um 15 metra, eða því sem samsvarar fimm hæða húsi.
Á 80 km/klst lengist stöðvunarvegalengdin því um 15 metra, eða því sem samsvarar fimm hæða húsi.

Sjónræn truflun: Þú lítur af veginum til að skrifa skilaboð eða slá inn númer.
Líkamleg truflun: Þú tekur hendur af stýri eða gírstöng til að halda á símanum.
Vitræn truflun: Þú einbeitir þér minna að akstrinum — líka ef þú ert með handfrjálsan búnað.

Símar hafa áhrif á aksturslag þitt.

Ef þú notar síma undir stýri er hætt við að þú

  • sért lengur að bremsa
  • keyrir ekki beint
  • keyrir á ójöfnum hraða
  • hemlir ójafnt
  • bregðist hægar við á ljósum
  • hafir takmarkaðri yfirsýn

Með því að sleppa því að nota síma undir stýri eykur þú öryggi þitt og annarra í umferðinni.

Farsímar

Farsímar eru órjúfanlegur þáttur daglegs lífs og gera líf okkar þægilegra á margan hátt. Margir vilja helst aldrei skilja við símann sinn - ekki einu sinni á klósettinu eða svefnherberginu. En það er staðreynd að símar geta valdið mikilli hættu í umferðinni og annars staðar þar sem einbeitingin þarf að vera í lagi.

SJ-WSEXTERNAL-3