Bílpróf

Æfing fyrir bílprófið

Hér á vefnum hjá okkur getur þú æft þig fyrir bílprófið.

Hvernig fæ ég bílpróf?

Þú þarft að vera 16 ára til þess að mega byrja að læra á bíl og 17 ára til þess að fá ökuréttindi. Gefðu þér góðan tíma í ökunámið og það er allt í lagi að geyma að taka bílprófið þar til þér finnst þú vera tilbúin/n.

  1. Veldu þér ökukennara
  2. Farðu í Ökuskóla 1
  3. Núna máttu sækja um æfingarakstur
  4. Farðu í Ökuskóla 2
  5. Farðu í Ökuskóla 3
  6. Taktu skriflega prófið
  7. Nú getur þú sótt um ökuskírteini hjá sýslumanni (bráðabirgðaskírteini)
  8. Til hamingju með bílprófið

Gildistími ökuskírteinis

Fyrsta ökuskírteinið þitt er í raun bráðabirgðaskírteini sem gildir í 3 ár. Áður en þeim tíma líkur sækir þú um fullnaðarskírteini. Til þess að það sé hægt þá þarftu að hafa verið punktalaus í 12 mánuði og hafa farið í akstursmat hjá ökukennara.

Ef þú sækir um endurnýjun ökuskírteinis og liðin eru meira en 2 ár frá því skírteinið féll úr gildi þá þarftu aftur að fara í ökupróf.

SJ-WSEXTERNAL-3