Æfingarakstur

  • Við upphaf kennslu þá afhendir ökukennari þér ökunámsbók. Hún sýnir feril ökunáms frá A-Ö
  • Ökukennarinn þinn metur hvort þú ert tilbúin/n fyrir æfingarakstur með leiðbeinanda (t.d. foreldri)
  • Viðmiðunar tímafjöldi með ökukennara áður en æfingarakstur hefst eru 10 tímar.
  • Ökukennarinn staðfestir að þú hafir að lágmarki lokið 10 ökutímum í ökunámsbókinni þinni.
  • Þú þarft að hafa lokið Ökuskóla 1 áður en þú færð leyfi fyrir æfingarakstur.
  • Fáðu staðfestingu frá tryggingarfélagi leiðbeinandans um að trygging sé í gildi fyrir þá bíla sem þú ætlar að nota fyrir æfingaraksturinn. Bílarnir geta verið fleiri en einn sem og leiðbeinendur.
  • Tryggingarfélagið staðfestir tryggingar bílanna í ökunámsbókina
  • Þegar þú hefur lokið kennslu í Ökuskóla 1 og tímum hjá ökukennara ásamt því að fá staðfestingu frá tryggingafélagi um að trygging sé í gildi vegna æfingaraksturs getu þú farið á næstu skrifstofu sýslumanns og fengið leyfi fyrir æfingarakstur.

Spurt og svarað

Hvað þarf ég að vera gamall/gömul?
Þú þarft að vera 16 ára til að hefja ökunám

Þarf ég að fylla út umsókn til að fá leyfi til æfingaaksturs?
Já, umsóknin er í ökunámsbókinni sem þú færð hjá ökukennara. 

Þarf ökuneminn að koma með þegar komið er til að fá staðfestingu frá tryggingarfélagi?
Nei þess þarf ekki, en okkur finnst alltaf gaman að fá unga ökumenn í heimsókn. 

Hver veitir mér sjálft leyfið til æfingaaksturs?
Þú þarft sjálfur/sjálf að fara með útfyllta ökunámsbókina á skrifstofu sýslumanns. Það getur tekið einhverja daga að fá æfingarleyfið.

Hvað á ég að gera við æfingarleyfið?
Hafðu leyfi til æfingaraksturs, ökunámsbókina, alltaf með þér þegar þú ferð út að keyra. Gildir leyfi til æfingaraksturs bara fyrir einn leiðbeinanda Nei, það má sækja um og skrá fleiri en einn aðila í umsókninni til þess að leiðbeina þér við æfingaraksturinn. 

Má t.d. systir mín eða frændi leiðbeina mér?
Já ef þau eru með bílpróf, svo þarf þarf tryggingarfélag að fá staðfestingu frá eiganda bílsins um að skrá megi æfingarakstur inn á tryggingaskýrteini bílsins. Ef forráðamaður þinn er að fá leyfi á sinn bíl þá þarf t.d. systir þín eða frændi að senda Sjóvá staðfestingu í tölvupósti um að skrá megi æfingarakstur inn á tryggingaskýrteini þeirra bíls.

Gildir æfingarleyfið eingöngu fyrir einn bíl?
Nei, það má skrá fleiri en einn bíl.

Get ég fengið leyfi til æfingaraksturs á fyrirtækjabíl?
Já það er hægt. Framkvæmdastjóri eða eigandi fyrirtækis sendir staðfestingu til Sjóvá þar sem fram kemur samþykki til æfingaraksturs og upplýsingar um hvaða bíl er að ræða s.s. bílnúmer. 

Hvar fæ ég græna æfingarakstursskiltið?
Þú færð skiltið til þess að setja í bílinn þegar þú hefur æfingarakstur hjá ökukennaranum þínum.

Hvað með tryggingar
Leiðbeinandinn (oft foreldrar) þarf að fá staðfestingu frá sínu tryggingarfélagi um að trygging sé í gildi fyrir þá bíla sem þú ætlar að nota við æfingaraksturinn.

Hvað þarf leiðbeinandinn að gera?
Ökukennarinn tekur leiðbeinandann þinn með í ökutíma til að undirbúa hann fyrir æfingaraksturinn. Sumir ökuskólar bjóða leiðbeinendum upp á sérstök undirbúningsnámskeið fyrir æfingaraksturinn. Leiðbeinandinn þarf að vera orðinn 24 ára og hafa í a.m.k. fimm ár haft gilt ökuskírteini fyri B-flokk. Leyfi leiðbeinanda gildir í allt að 15 mánuði.

SJ-WSEXTERNAL-3