Kattatrygging

Þó að kettir hafi löngum verið taldir hafa níu líf er full ástæða til að tryggja þá. Og kannski einmitt þess vegna. Í Kattatryggingunni er líf- og sjúkrakostnaðartrygging. Einnig er hægt að bæta við hana ábyrgðartryggingu.

Yfirlit yfir tryggingu

Sjúkrakostnaðartryggingu og ábyrgðartryggingu er hægt að kaupa fyrir alla ketti en líftryggingu er aðeins hægt að kaupa fyrir ketti sem eru með ættbók frá Kattaræktarfélagi Íslands, Kynjaköttum eða sambærilegum aðilum. Hægt er að kaupa sjúkrakostnaðar- og líftryggingarnar fyrir ketti á aldursbilinu átta vikna til fimm ára.

Beiðni um tryggingu þarf að fylgja staðfesting á að köttur hafi verið bólusettur fyrir kattafári og kattainflúensu og ættbók þarf að fylgja þegar líftryggja á kött. Sjúkrakostnaðar- og líftryggingarnar falla úr gildi þegar köttur nær 13 ára aldri.

Útgjöld til dýralæknis vegna sjúkdóms eða meiðsla sem köttur verður fyrir svo sem:

 • Rannsóknir og meðferð.
 • Tannviðgerðir vegna meiðsla.
 • Lyf sem dýralæknir eða dýraspítali gefa ketti við skoðun eða meðferð.
 • Keisaraskurð sem talinn er læknisfræðilega nauðsynlegur að áliti dýralæknis.
 • Nauðsynlegar röntgenmyndir, hjartalínurit og rannsóknir á vefjarsýnum.

Upptalningin er ekki tæmandi. Vinsamlegast kynntu þér skilmála kattatryggingar.

 • Meðferð vegna meiðsla eða sjúkdóma sem komu upp áður en trygging tók gildi.
 • Sjúkdóma sem koma upp innan 30 daga frá því trygging tekur gildi.
 • Meðferð vegna meðfæddra eða arfgengra kvilla eða sjúkdóma.
 • Rannsóknir og meðferð í forvarnaskyni.
 • Geldingar eða ófrjósemisaðgerða ef ekki er talin læknisfræðileg þörf á aðgerðinni.
 • Fóður.

Upptalningin er ekki tæmandi. Vinsamlegast kynntu þér skilmála kattatryggingar.

 • Vátryggingarfjárhæðina ef köttur deyr af völdum sjúkdóms eða meiðsla eða aflífa verður hann af þeim sökum samkvæmt úrskurði dýralæknis.

Upptalningin er ekki tæmandi. Vinsamlegast kynntu þér skilmála kattatryggingar.

Trygging greiðir ekki bætur ef aflífa þarf kött vegna:

 • Sjúkdóma sem komu upp áður en trygging tók gildi eða innan 30 daga frá því trygging tekur gildi.
 • Kattafárs nema kötturinn hafi verið bólusettur á síðustu 12 mánuðum áður en sýking kom í ljós.
 • Smitandi lífhimnubólgu (FIP) í ketti sem tryggður hefur verið skemur en í eitt ár.
 • Þess að aflífa þarf kött vegna boðs yfirvalda.

Upptalningin er ekki tæmandi. Vinsamlegast kynntu þér skilmála kattatryggingar.

 • Tjón vegna skaðabótaskyldu sem fellur á kattaeiganda samkvæmt íslenskum lögum.

Upptalningin er ekki tæmandi. Vinsamlegast kynntu þér skilmála kattatryggingar.

 • Tjón sem fjölskylda umsjónaraðila kattarins verður fyrir.
 • Tjón sem rekja má til þess ekki er farið að lögum og reglum um dýrahald.

Upptalningin er ekki tæmandi. Vinsamlegast kynntu þér skilmála kattatryggingar.

 

 • Sama iðgjald er fyrir alla ketti í sjúkrakostnaðartryggingunni og ábyrgðartryggingunni en iðgjald líftryggingarinnar fer eftir fjárhæðinni sem kötturinn er tryggður fyrir (miðað er við verð kettlings af sömu tegund). Þú færð allar upplýsingar um iðgjaldið og upphæð eigin áhættu hjá ráðgjöfum okkar.
 • Viðskiptavinir í Stofni fá afslátt af iðgjaldi og tjónlausir og skilvísir viðskiptavinir fá einnig Stofnendurgreiðslu af iðgjaldi.

Skilmálar og eyðublöð

SJ-WSEXTERNAL-2