Hundatrygging

Hundatrygging samanstendur af líftryggingu og sjúkrakostnaðartryggingu.

Yfirlit yfir tryggingu

Í Hundatryggingunni eru líftrygging og sjúkrakostnaðartrygging. Líftryggingu er aðeins hægt að kaupa fyrir hunda sem eru með ættbók frá Hundaræktarfélagi Íslands eða sambærilegum aðilum, en Sjúkrakostnaðartryggingu er hægt að kaupa fyrir alla hunda.

Hægt er að kaupa nýja tryggingu fyrir hund á aldursbilinu tólf vikna til fimm ára. Beiðni um tryggingu þarf að fylgja bólusetningarbók fyrir smáveirusótt (pavro) og ættbók þegar líftryggja á hund. Tryggingin fellur úr gildi þegar hundurinn hefur náð 10 ára aldri.

Útgjöld til dýralæknis vegna sjúkdóms eða meiðsla sem hundur verður fyrir svo sem:

 • Rannsóknir og meðferð
 • Tannviðgerðir vegna meiðsla
 • Lyf sem dýralæknir eða dýraspítali gefa hundi við skoðun eða meðferð
 • Keisaraskurð sem talinn er læknisfræðilega nauðsynlegur að áliti dýralæknis
 • Nauðsynlegar röntgenmyndir, hjartalínurit og rannsóknir á vefjarsýnum

Upp­taln­ingin er ekki tæm­andi. Kynntu þér skil­mála hunda­trygg­ingar.

 • Meðferð vegna meiðsla eða sjúkdóma sem komu upp áður en trygging tók gildi
 • Sjúkdóma sem koma upp innan 30 daga frá því trygging tekur gildi
 • Meðferð vegna meðfæddra eða arfgengra kvilla eða sjúkdóma
 • Rannsóknir og meðferð í forvarnaskyni
 • Geldingar eða ófrjósemisaðgerða ef ekki er talin læknisfræðileg þörf á aðgerðinni
 • Aukaútgjöld vegna vitjunar utan hefðbundins vinnutíma
 • Flutningskostnað í tengslum við læknisvitjun eða innlögn
 • Fóður

Upp­taln­ingin er ekki tæm­andi. Kynntu þér skil­mála hunda­trygg­ingar

 • Vátryggingarfjárhæðina ef hundur deyr af völdum sjúkdóms eða meiðsla eða aflífa verður hann af þeim sökum samkvæmt úrskurði dýralæknis.

Upp­taln­ingin er ekki tæm­andi. Kynntu þér skil­mála hunda­trygg­ingar

Trygging greiðir ekki bætur ef aflífa þarf hund vegna:

 • Árásargirni
 • Afbrigðilegs vaxtar í mjaðmaliðum (mjaðmaloss)
 • Viðurkenndra arfgengra sjúkdóma
 • Ef aflífa þarf hund vegna boðs yfirvalda

Upp­taln­ingin er ekki tæm­andi. Kynntu þér skil­mála hunda­trygg­ingar

 • Sama iðgjald er fyrir alla hunda í sjúkrakostnaðartryggingunni, en iðgjald líftryggingarinnar fer eftir fjárhæðinni sem hundur er tryggður fyrir (miðað er við hvolpaverð hunds af sömu tegund). Þú færð allar upplýsingar um iðgjaldið og upphæð eigin áhættu hjá ráðgjöfum okkar.
 • Viðskiptavinir í Stofni fá afslátt af iðgjaldi og tjónlausir og skilvísir viðskiptavinir fá einnig Stofnendurgreiðslu af iðgjaldi.

Skilmálar

Beiðni

SJ-WSEXTERNAL-2