Íslenski tryggingamarkaðurinn

Árið 2018 voru fjögur tryggingafélög, Sjóvá, VÍS, TM og Vörður, sem buðu upp á fulla þjónustu og vöruúrval fyrir skaðatryggingar.

Íslensku reka öll dótturfyrirtæki sem bjóða . Þá starfa nokkur erlend félög á íslenska líftryggingamarkaðinum.

Sjóvá-Almennar líftryggingar hf. (Sjóvá Líf) er dótturfélag Sjóvár og starfar á sviði persónutrygginga, aðallega líf- og sjúkdómatrygginga. Dagleg starfsemi Sjóvár Lífs er í höndum móðurfélagsins.

Samanburður á iðgjöldum skaðatryggingafélaga

20182017201620152014
Sjóvá16.31214.64813.82612.65112.276
VÍS21.37819.33117.23415.58615.035
TM15.73115.01514.28112.88611.561
Vörður*8.6357.5366.5015.5295.117
Samtals62.05656.53051.84246.65143.989

*iðgjöld ársins 2018 áætluð út frá eigin iðgjöldum til samanburðar

Samanburður á iðgjöldum líftryggingafélaga

20182017201620152014
Sjóvá Líf1.8531.7351.5731.4251.329
Lífís1.3301.1961.0851.011924
TM líf641601532451393
Vörður Líf*1.8231.762311236198
Okkar Líf001.3531.3161.189
Samtals5.6475.2944.8534.4394.032

*iðgjöld ársins 2018 áætluð út frá eigin iðgjöldum til samanburðar

Iðgjöld ársins og tjón ársins

námu 18.165 m.kr. samanborið við 16.383 m.kr. árið 2017, sem er 10,9% hækkun frá fyrra ári.

hækkuðu um 15,8% og voru 14.085 m.kr. en árið 2017 voru þau 12.160 m.kr.

  • Iðgjöld ársins
  • Tjón ársins

Tjón ársins

Tjónahlutfall ársins var 77,5% en það var 74,2% árið á undan. Á árinu 2018 var loftslag hlýtt, vindar með hægara móti um land allt og tíð hagstæð. Áframhaldandi aukning hefur verið í akstri á vegum landsins og útlit fyrir að sú þróun haldi áfram gangi spár Vegagerðarinnar eftir. Veðurfar og umferðarþungi hafa veruleg áhrif á fjölda tjóna í umferðinni.

Fjárfestingar,ávöxtun og markaðsaðstæður

Afkoma af fjárfestingarstarfsemi var töluvert undir væntingum á árinu, ávöxtun eignasafnsins var 0,9% og tap af fjárfestingarstarfsemi fyrir skatta að fjárhæð 679 m.kr. Tapið skýrist einkum af slæmri afkomu af hlutabréfum en skuldabréf skiluðu jafnframt verri afkomu en vænst var.

Hagvöxtur var kröftugur árið 2018 og nam 4,6% og var hagvaxtarskeiðið þar með orðið átta ár. Eftir að gengi krónunnar hafði sveiflast lítið frá sumarmánuðum 2017 tók gengið að gefa töluvert eftir í lok sumars 2018. Ástæðurnar voru einkum raktar til væntinga um minnkandi viðskiptajöfnuð þar sem olíuverð hækkaði skarpt, meðalflugfargjöld héldust lág og viðskiptakjör við útlönd fóru í kjölfarið hratt versnandi.  Erlendir aðilar fjárfestu minna hér á landi á fjórða ársfjórðungi en sem nemur virði þeirra eigna sem þeir seldu á sama tíma en aukning hafði verið á fjárfestingu þeirra nánast samfleytt frá árinu 2015. Fleiri þættir spiluðu inn í samhliða, m.a. fóru áhyggjur að aukast af komandi kjarasamningum og síðast en ekki síst áhyggjur af versnandi afkomu í flugrekstri og mögulegum smitáhrifum þess á íslenska ferðaþjónustu.

Gengi íslensku krónunnar veiktist um 10% gagnvart evru frá lokum júlí til ársloka en innan tímabilsins voru miklar sveiflur á gengi krónunnar en mest varð veikingin 13,7% frá hæsta punkti. Fram til þessa hefur styrking krónunnar haldið aftur af verðbólgu. Veiking krónu, hækkun olíuverðs og innlendur verðþrýstingur leiddi til þess að verðbólga fór yfir 2,5% markmið Seðlabanka Íslands í mars 2018 og endaði í árslok í 3,7%. Verðbólga hafði ekki farið yfir 2,5% markmið Seðlabankans frá því í janúar 2014.  Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 0,25% í október og var það í fyrsta skipti í þrjú ár sem vextir voru hækkaðir.

Þrátt fyrir almennt góðan gang í hagkerfinu var afkoma af fjárfestingarstarfsemi undir væntingum og þá sérstaklega afkoma af hlutabréfasafni félagsins. Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,4% og var það þriðja árið í röð sem hún hefur lækkað og nam lækkunin í lok árs 14,2% frá lokum árs 2015.