Nýtt og endurhannađ Björgvinsbelti kynnt

Hiđ ţekkta Björgvinsbelti gengiđ í endurnýjun lífdaga

- Slysavarnafélagiđ Landsbjörg setur sér markmiđ um víđtćka dreifingu hér á landi og erlendis

Hinn margreyndi björgunarbúnađur, Björgvinsbeltiđ svokallađa, sem upprunalega var hannađ fyrir rúmum tveimur áratugum af sjómanni í Vestmannaeyjum, hefur veriđ endurhannađ međ tilliti til nútímakrafna í björgunarmálum og hefur Slysavarnafélagiđ Landsbjörg fengiđ einkaleyfi á sölu ţess á öllum Norđurlöndunum og Bretlandseyjum. Fyrsta nýja Björgvinsbeliđ var í gćr afhent Bjarna Sighvatssyni, útgerđarmanni í Vestmannaeyjum, viđ hátíđlega athöfn í Eyjum í tilefni sjómannadagsins.

Björgvinsbeltiđ uppsett viđ höfnina í Reykjavík.
 
Björgvin Sigurjónsson, stýrimađur og skipstjóri í Vestmannaeyjum, bjó til fyrsta beltiđ fyrir rúmum 20 árum og hefur beltiđ margsannađ gildi sitt viđ björgun mannslífa. Ţađ ţykir einstaklega traust og einfalt í notkun, sem er afar mikilvćgur kostur viđ björgun, og hlaut beltiđ á sínum afar góđar viđtökur hjá útgerđarfélögum landsins. Nýja Björgvinsbeltiđ er framleitt úr enn sterkara og veđurţolnara efni en fyrirrennari ţess auk ţess sem á beltiđ hefur veriđ bćtt endurskinsmerkjum, ljósi og flautu, m.a. í ţeim tilgangi ađ auđvelda leit og björgun í myrkri.

Sjóvá fjármagnađi endurhönnun beltisins f.h. Landsbjargar, sem hefur sett sér ţađ markmiđ ađ dreifa sem flestum nýjum Björgvinsbeltum um borđ í skip og báta auk fleiri stađa, svo sem viđ brýr og ađra stađi, ţar sem nauđsyn er ađ hafa björgunarbúnađ viđ hendina.

Öllum ágóđa af sölu nýja Björgvinsbeltisins verđur variđ til rekstrar björgunarskipa Landsbjargar en ţau eru fjórtán talsins. Skipin eru stađsett ţar sem slysahćtta er talin mest vegna sjósóknar og á hverju ári ađstođa ţau hátt í hundrađ skip og báta viđ Íslandsstrendur.

Björgvinsbelti er ekki ósvipađ ţví sem notađ er viđ hífingar međ ţyrlum. Ţví fylgja kastlínur, ţađ flýtur og hćgt er ađ bjarga tveimur mönnum međ ţví í einu beri svo undir. Ţá er hćgt ađ kasta Björgvinsbeltinu lengra og af meiri nákvćmni en bjarghring. Ekki er ţó ćtlast til ađ Björgvinsbeltiđ komi í stađinn fyrir annan björgunarbúnađ, heldur sem viđbótarbúnađur um borđ í skipum, viđ hafnir og á fleiri stöđum.
 

Frá kynningu á nýju Björgvinsbelti í Vestmannaeyjum.  Frá vinstri: Sigurjón Andrésson forstöđumađur markađs- og kynningarmála hjá Sjóvá, Sigurđur Bragason útibússtjóri Sjóvár í Vestmannaeyjum, Óskar Jónsson međframleiđandi Björgvinsbeltisins, Björgvin Sigurjónsson hönnuđur Björgvinsbeltisins, Guđmundur Örn Jóhannsson framkvćmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Páll Ágúst Ásgeirsson formađur bátasjóđs Slysavarnafélagsins Landsbjargar. 
 
 
Nánari upplýsingar um Björgvinsbeltiđ gefa Guđmundur Örn Jóhannsson, framkvćmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í síma 862 0537, og Sigurjón Andrésson, markađsstjóri Sjóvár, í síma 844 2022.

Hafa samband

Loka ţessu

Leita

Hafđu samband viđ Sjóvá

Kringlunni 5. 103 Reykjavík

Afgreiđslutími alla virka daga 8:30 - 16:30

Starfsfólk, útibú & umbođ

Sími: 440 2000

Neyđarnúmer: 800 7112

Netfang: sjova@sjova.is

Fax: 440 2020

Loka
glugga

Fáđu tilbođ í tryggingarnar

Ţú getur fengiđ ráđgjöf eđa tilbođ frá okkur án nokkurra skuldbindinga.

Markmiđ okkar er ađ svara öllum fyrirspurnum innan 24 stunda.